Skilmálar

 

Lagerstaða:
Jói útherji reynir eftir bestu geta að tryggja að vörur sem sjást á vefnum sé til á lager. 
Sé vara ekki til fær viðskiptavinur tölvupóst eða símtal þess efnis um leið og úrvinnsla á pöntun hefst. Þú getur þá valið um að fá sambærilega vöru, samþykkja nýjan afhendingartíma eða fá endurgreitt.


Verð:
Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisauka og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.  Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara.


Greiðsla og öryggi:
Hægt er að greiða fyrir vörur af www.joiutherji.is með eftirfarandi hætti: 

 1. Kreditkorti: Visa og Mastercard í gegnum örugga greiðslugátt hjá Borgun. 
 2. Millifærslu: Upphæð pöntunar millifærð í gegnum banka/heimabanka.
 3. Netgíró: Nýttu þér hentuga  eiginleika Netgíró. Nánar á https://www.netgiro.is/
 4.  Síminn Pay léttkaup
Merkingar: 
Merktum vörum fæst hvorki skipt né skilað.

Afhendingarmáti/sendingarkostnaður*:

 1.  Sótt í verslun (0 kr.)  Hægt er að nálgast vörur úr vefverslun í verslunum okkar, Ármúla 36 og Bæjarhrauni 24 þér að kostnaðarlausu.   
  Tilkynning er send með tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar.
 2. Sent á pósthús. (990 kr.) Vara er send með íslandspósti á næsta pósthús.
 3.  Sent heim. (1.490 kr.)  Vara er send með íslandspósti heim að dyrum.  Ef viðkomandi er ekki heima fer sendingin á næsta pósthús. Athugið að Jói útherji ber ekki ábyrgð á því ef að heimkeyrsla er ekki í boði í þínu bæjarfélagi. Kynntu þér málið á https://www.postur.is/
 4. Stórar vörur: Pósthús(3.390 kr.) – Sent heim (3.990 kr.) Athugið að sumar stærri vörur bera meiri sendingarkostnað vegna stærðar og þyngdar. Þær vörur eru sérstaklega merktar í vefverslun okkar. Ef pantaðar eru margar vörur og ein af þeim er „Stór vara“ er greitt fyrir hana.
 5. Brothætt: Pósthús(1.490 kr.) – Sent heim (1.990 kr.)   Brothættar vörur eru merktar frá okkur sem brothætt og ber það auka kostnað á sendinguna.
 6. Senda á pósthús – Greiðsla eftir verðskrá hjá póstinum. www.postur.is
*Breytingar urðu á verðskrá póstsins 1.11 2021 sem urðu til hækkunar sendingargjalda.

Afhending:
Viðskiptavinur er látin vita þegar hann getur nálgast pöntunina sína í verslunum okkar.
Póstsendingar eru sendar með Íslandspósti innan 1-3 daga eftir að greiðsla pöntunar er staðfest. 
Undantekningar á þessu ferli eru t.d. ef vara er ekki til eða um forpöntun er að ræða.
Athugið að þega pöntun er farin af stað frá okkur getum við ekki haft áhrif á sendingartíma. 


Skilaréttur:
Almennur skilafrestur á vöru er 30 dagar.
Það á við um: Ónotaða vöru í heilum upprunalegum umbúðum og gegn framvísun kvittunar. 
Jói útherji metur ástand skilavöru og söluhæfi hennar. Við áskiljum okkur rétt til hafna skilavöru sé ofantöldum atriðum ábótavant.

Þegar viðskiptavinur skilar eða skiptir  vöru er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda.
Útsöluvöru fæst ekki skilað. En hægt er að skipta útsöluvöru fyrir aðra útsöluvöru.


Galli:
Ef vara reynist gölluð, bætum við sjálfsögðu úr því með því að laga vöruna, með nýrri ógallaðri vöru, sambærilegri vöru eða endurgreiðslu. 
Galla á nýrri vöru ber að tilkynna eins fljótt og hægt er. Annaðhvort með tölvupósti eða með því að hringja til okkar.

Persónuupplýsingar: Jói útherji aflar persónuupplýsinga um þig eingöngu til að þjónusta þig.
Þessar upplýsingar:  Nafn, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstur er eingöngu notað til  afgreiðslu á pöntunum. 
Einu skiptin sem við deilum gögnunum um þig er ef vara er send í pósti. Þá þarf flutningsaðili að fá upplýsingar um þig til að geta komið sendingunni til þín.


Myndgæði og myndabrengl:
Við reynum að hafa myndir í góðum gæðum svo þú sjáir vöruna eins og hún er. En því miður er ekki alveg hægt að ábyrgjast að litbrigði séu 100% eins og varan sést á þínum tölvuskjá.

 

Almennar upplýsingar:
Útherji ehf.
Kt: 590299-2009
Ármúli 36, 108 Reykjavík
Sími: 588-1560
Netfang: joiutherji@joiutherji.is